Í nógu hefur verið að snúast hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði í vinnslu á uppsjávarfiski, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins. Alls hafa 31 þúsund tonn af loðnu og kolmunna verið tekin til vinnslu frá áramótum.
Færeyska skipið Finnur Fríði kom á laugardaginn með 700 tonn af loðnu en skipið fékk loðnuna aðeins 14 mílur frá bryggju á Fáskrúðsfirði. Havglans kom með 350 tonn á föstudaginn en sú loðna veiddist úti af Húnaflóa. Rúm 5.000 tonn komu á land til bræðslu og frystingar í vikunni. Þar af kom Hoffell SU með 1.500 tonn af kolmunna.