Atvinnuvegaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um að heimilt sé að úthluta allt að 300 lestum af óslægðum botnfiski á fiskveiðiárinu 2012/2013 til frístundaveiða. Kvótinn skiptist þannig: maí 40 lestir, júní 70 lestir, júlí 120 lestir og ágúst 70 lestir. Komi ekki til úthlutunar viðmiðunarafla hvers mánaðar bætast ónýttar heimildir við viðmið¬unar¬afla næsta mánaðar.
Verð á aflaheimildum skal vera 80% af meðalverði í viðskiptum með aflamark, sem birt er á vef Fiskistofu.
Fiskistofa annast úthlutun aflaheimilda samkvæmt reglugerð þessari og skal hverju skipi úthlutað að hámarki 2 lestum hverju sinni.