Vísindamenn telja sig hafa fundið allt að 30 áður óþekktar sjávarlífverur á sjávarbotni á miklu dýpri í Kyrrahafinu. Við rannsóknina notuðust vísindamenn við Náttúrufræðisafn Bretlands við fjarstýrð farartæki til að safna sýnishornum úr hyldýpissléttunum á Clarion-Clipperton svæðinu á miðju Kyrrahafi.

Fram að þessu höfðu lífverur af þessu svæði einungis verið rannsakaðar af myndum. Skýrsla vísindamannanna var birt í tímaritinu Zookeys, https://zookeys.pensoft.net/article/82172/. Þar kemur fram að tekin voru 55 sýnishorn með fjarstýrðum þjörkum af 48 mismunandi tegundum. Í sýnunum voru m.a. liðormar, hryggleysingjar af sömu fjölskyldu og margfætlingar, sjávarlífverur af sömu fjölskyldu og marglyttur og mismunandi gerðir kórals.

36 af sýnunum voru tekin á yfir 4.800 metra dýpi, tvö fengust á 4.125 metra dýpi og 17 á 3.095 til 3.562 metra dýpi.

Einstakur fjölbreytileiki lífvera

Niðurstöðurnar eru taldar geta haft áhrif á áform um námagröft á miklu dýpi í úthöfunum. Slík starfsemi er talin geta raskað lífsháttum fjölda lífvera.

Rannsóknin er ekki einungis talin mikilvæg vegna fjölda áður óþekktra tegunda sem fundust heldur ekki síður vegna þess að margar þeirra höfðu áður einungis verið skoðaðar af myndum af hafsbotni. Með sýnunum og DNA erfðaefninu í þeim er hægt að greina til hlýtar um hvaða lífverur er að ræða. Vitað var að í Clarion-Clipperton dýpinu er einstakur fjölbreytileiki lífvera sem eru allt að einum millimetra á stærð, svonefnd macrofána. Minna vitneskja hefur verið um stærri lífverur þar sem svo fáum sýnishornum hafði verið safnað fram að þessu.