Grindhvalaveiðar Færeyinga eru hafnar. Í gær voru tæplega 270 hvalir drepnir í Fuglafirði, að því er fram kemur í færeyskum vefmiðlum.
Alls tóku 433 íbúar þátt í grindardrápinu, 320 manns í landi en 133 manns á sjó á 33 bátum.
Grindhvalurinn fannst um klukkan sjö um morguninn og var byrjað reka hann á land um níuleytið þegar bátum hafði verið safnað saman og fólk í landi var til reiðu. Drápið gekk vel að sögn og það tók rúma klukkustund að aflífa hvalina og koma þeim á land.
Afrakstrinum er skipt milli þátttakenda.