Verðlagning loðnuafurða liggur ekki endanlega fyrir eftir þessa vertíð, en Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar giskar á að útflutningsverðmæti loðnuafurða muni skila 27 milljörðum króna.
Þetta kemur fram í Fiskifréttum í dag. Verðmætið í fyrra var 15 milljarðar króna en sú vertíð var æði slök eins og menn muna.