Fiskistofa hefur tekið saman afla- og kvótastöðu flotans þegar 9 mánuðir eru liðnir af núverandi fiskveiðiári.

Heildaraflinn frá 1. september 2014 til loka maí 2015 nam rúmum einni milljón og 56 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 830 þúsund tonn. Aukningin í heildarafla nemur samkvæmt því um 27% eða tæpum 230 þúsund tonnum. Þetta skýrist  af stórauknum  afla í loðnu miðað við sama tíma í fyrra.

Sjá nánar umfjöllun á vef Fiskistofu.