Samtals nemur makrílveiði grænlenskra skipa og íslenskra skipa í leigu grænlenskra aðila rúmum 26.600 tonn í grænlensku lögsögunni. Aflahæstur er Polar Amaroq með rúmlega 3.700 tonn og Næraberg hefur veitt tæplega 2.800 tonn.

Íslensku skipin sem þarna eru að veiðum eru Aðalsteinn Jónsson (680 tonn), Álsey (730 tonn), Baldvin Njálsson (354 tonn), Bjarni Ólafsson (530 tonn), Heimaey (935 tonn), Hoffell (1.110 tonn) og Sigurður (1.198 tonn).