Í apríl nk. verða liðin 25 ár frá því að fyrst var farið að nota Gloríuflottrollin frá Hampiðjunni á úthafskarfaveiðunum á Reykjaneshryggnum. Skip Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði voru fyrst til að fá þetta nýja ofurtroll en nafnið varð til í veiðiferð um borð í Haraldi Kristjánssyni HF sem nú heitir Helga María AK.
Þegar rætt var um hvaða nafn ætti að velja á nýja úthafskarfatrollið sagði Páll Eyjólfsson skipstjóri: ,,Þið í Hampiðjunni hafið nú gert meiriháttar gloríur með þetta troll ykkar!“ Guðmundur Gunnarsson, núy þróunarstjóri fyrirtækisins, greip þessi ummæli á lofti og sagði við Pál; ,,Þetta er nafnið sem við munum notum á úthafskarfatrollið. Gloría skal það heita!“
Starfsmenn Hampiðjunnar þróuðu Gloríuna í náinni samvinnu við skipstjóra frystitogaranna og einn af þeim sem átti þar stóran hlut að máli var Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Venusi HF..
,,Þetta er sennilega mesta bylting sem orðið hefur í togveiðarfæragerð, a.m.k. á síðustu áratugum,” segir Guðmundur í viðtali á vefsíðu Hampiðjunnar. Þar er einnig rætt við Eirík Ragnarsson skipstjóra.
Sjá nánar HÉR.