Norsk fiskiskip veiddu 2,3 milljónir tonna á árinu 2014. Þetta er nokkru meiri afli en á árinu 2013. Aflaverðmætið var 14,2 milljarðar, eða sem samsvarar um 240 milljörðum íslenskum.
Þetta kemur fram á vef samtaka norskra útvegsmanna. Aflaverðmæti norskra skipa jókst um 1,5 milljarða milli áranna 2013 og 2014, eða um 25 milljarða íslenskra króna. Á bak við þennan afla eru 11.300 sjómenn og um 6 þúsund skip, stór og smá.