Varðskipið Þór tók á laugardag þátt í minningarathöfn við Stigahlíð í nágrenni Bolungarvíkur þar sem afhjúpað var minnismerki um nærri 240 manns, konur og börn, sem fórust í sjóslysi fyrir 72 árum síðan eða þann 5. júlí 1942. Slysið varð þegar skipalestin QP-13, með sex erlendum skipum á leið til Hvalfjarðar, sigldi inn í tundurskeytabelti út af Aðalvík á Vestfjörðum.
Varðskipið Þór heiðraði minningu þeirra látnu með því að skjóta sex skotum úr fallbyssu skipsins, eitt skot fyrir hvert skip sem fórst þessa örlagaríku kvöldstund. Talið er að þetta sé eitt mesta sjóslys sem orðið hefur við Ísland. Fjögur skipanna voru bandarísk, eitt var breskt og eitt rússneskt. Skipum á svæðinu tókst að bjarga 250 manns af skipunum sex. Vonskuveður var þegar slysið átti sér stað, stormur og skyggni slæmt.
Frá þessu er skýrt á vef Landhelgisgæslunna r. Þar er einnig hægt að lesa frásögn af þessum hildarleik í bók Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, Dauðinn í Dumbshafi. Sjá HÉR