ff
Rannsóknanefnd sjóslysa í Bretlandi birti nýlega skýrslu yfir sjóslys á árinu 2011. Þar kemur fram að 24 fiskiskip fórust á árinu og átta sjómenn týndu lífi, að því er segir á Fishupdate.com
Sjóslysum fjölgaði milli áranna 2010 og 2011 og hafa ekki verið fleiri frá árinu 2005. Af þeim 24 skipum sem fórust voru 71% þeirra undir 15 metrum að lengd. Hin voru 15 til 24 metrar. Sjö af þeim átta sjómönnum sem létust í slysförum á sjó voru á bátum minni en 15 metrar á lengd.
Í fréttinni kemur fram að allt kapp þurfi að leggja á menntun og öryggismál sjómanna á minni bátum til að koma í veg fyrir slys og dauðsföll á sjó.