Evrópska rannsóknaráðið (REA) hefur ákveðið að styrkja rannsóknaverkefni um sandhverfueldi um 230 milljónir Sandhverfan þykir mjög álitleg eldistegund í örum vexti víða í Evrópu. Hérlendis er hún framleidd hjá Silfurstjörnunni, en einnig eru uppi áætlanir um eldi á Reykjanesi.

Rannsóknarverkefnið kallast MAXIMUS. Það er norsk-íslenskt samstarfsverkefni en frá Íslandi taka þátt Matís, fóðurverksmiðjan Laxá á Akureyri og fiskeldisfyrirtækið Silfurstjarnan í Öxarfirði. Verkefnisstjóri er Albert Kjartansson Imsland hjá Íslandsútibúi norska fyrirtækisins Akvaplan-Niva.

Að sögn Alberts er markmið verkefnisins að gera afrakstur á seiða- og matfiskeldi á sandhverfu sem mestan, enda sé eftir miklu að slægjast þar sem kílóverð á eldissandhverfu er núna á bilinu 1500 til 3200 krónur.Verkefninu sé ætlað að betrumbæta og þróa nýjar eldisaðferðir á sandhverfu þar sem að fullu er tekið tillit til krafna markaðarins um aukin gæði og að velferð eldisfiskanna sé tryggð

.Þetta kemur fram á vef RÚV.