Það er ekki ofsögum sagt af verðmæti bláuggatúnfisksins. Fyrr í þessum mánuði seldist 232 kílóa túnfiskur á uppboði á fiskmarkaðnum í Tókío á rúmlega 16 milljónir yena eða jafnvirði 23 milljóna íslenskra króna.
Það þýðir að hvert kíló af þessum dýrmæta fiski var slegið á sem svarar 95 þúsund íslenskum krónum.
Forráðamenn eins dýrusta veitingastaðarins í Tókío keyptu fiskinn í félagi við athafnamann sem rekur keðju sushi-veitingastaða í Hong Kong. Um var að ræða fyrsta uppboð á fiskmarkaðnum eftir nýár.
Túnfiskurinn veiddist á svæði norðan við Japan sem þekkt er fyrir fisk af miklum gæðum.
Bláuggatúnfiskur er mjög dýr og eftirsótt túnfisktegund. Hún er meðal annars veidd í Miðjarðarhafi og í Norður-Atlantshafi.