Sektir vegna umframafla í strandveiðum nema um 21 milljón króna, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Sektirnar renna í Verkefnasjóð sjávarútvegsins.
Um 945 mál er hér að ræða og má ætla að umframaflinn sem stendur á bak við þau samsvari um 85 tonnum af slægðum þorski.