Fræðslumiðstöð Vestfjarða útskrifaði 20 manns sem sérhæft fiskvinnslufólk á dögunum, að því er fram kemur á vefnum verkvest.is (Verkalýðsfélag Vestfirðinga).

Undanfarið hefur staðið yfir kjarasamningsbundið fiskvinnslunámskeið á Flateyri. Því lauk formlega á dögunum en þá útskrifuðust 20 einstaklingar sem sérhæft fiskvinnslufólk hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Þetta er fyrsta fiskvinnslunámskeiðið þar sem hluti þátttakenda er atvinnulaust fiskvinnslufólk. Tvö fyrirtæki hafa pantað námskeið í byrjun næsta árs, Vísir á Þingeyri og Kampi á Ísafirði.