Hængur steinbíts hefur sérstöku hlutverki að gegna. Hann gætir hrogna í 5 mánuði ársins þar til þau klekjast út, hreyfir sig ekki frá þeim og borðar ekkert á þeim tíma.
Erlendur Bogason kafari á Akureyri hefur frá því í haust unnið að sérstöku verkefni sem felst í því að vakta steinbíta á ákveðnum svæðum í eitt ár. Verkefnið er styrkt af nokkrum útgerðarfélögum.
Erlendur sagði í samtali við Fiskifréttir að í upphafi verkefnisins hefðu þeir merkt 15 steinbítsholur við Arnarnesstrýturnar norðan við Hjalteyri á um 20 metra dýpi sem ákveðið hefði verið að fylgjast með. Einnig var fylgst með steinbít úti af Hauganesi til samanburðar. Hver hængur hefði sína holu og reyndi að lokka hrygnu til sín. Í ljós hefði komið að 20% hænganna hefðu náð sér í hrygnu og fengið hrogn til að gæta.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.