Hæstiréttur Tanzaníu dæmdi nýlega tvo menn í 20 ára fangelsi fyrir ólöglegar veiðar í efnahagslögsögu Tanzaníu. Mennirnir geta losnað við að afplána fangelsisdóminn með því að greiða 12 milljónir dollara í sekt hvor, eða sem samsvarar 1,5 milljarði ISK.Málið hefur tekið langan tíma en fyrir þremur árum var kínverska skipið Tawaliq staðið að ólöglegum túnfiskveiðum í lögsögu Tanzaniu í Indlandshafi. Skipið var þá með falskt nafn og falsað veiðileyfi. Fimm manns voru ákærðir en tveir hlutu dóm, kínverskur skipstjóri og umboðsmaður skipsins í Tanszaniu. Skipið var einnig gert upptækt. Áhöfnin, um 30 manns, var látin laus í júlí í fyrra eftir að hafa dvalið tvö ár í gæsluvarðhaldi.