Landaður afli í september 2024 var 98 þúsund tonn sem er 18% minna en í september á síðasta ári. Veiði jókst í öllum helstu tegundum botnfiska. Þorskafli var tæplega 21 þúsund tonn og jókst um 19% miðað við september 2023, ýsuafli jókst um 11% og ufsaafli um 9%. Flatfiskafli jókst einnig um 57%.

Samdráttur var aðallega í uppsjávarfiskum þar sem engin loðna var veidd og lítið af kolmunna og makríl. Uppsjávaraflinn var aðallega tæp 58 þúsund tonn af síld sem er 28% minni afli en í september í fyrra.

Afli á 12 mánaða tímabilinu frá október 2023 til september 2024 var rétt rúmlega milljón tonn sem er 27% samdráttur frá sama tímabili ári fyrr. Það skýrist að mestu af því að engin loðna hefur verið veidd síðasta árið. Botnfiskafli jókst um 5% á milli þessara tímabila.