Á þriðjudaginn síðastliðinn barst í land með rækjuskipinu Sigurborg SH stórlúða sem seld var á Fiskmarkað Siglufjarðar. Við vigtun kom í ljós að lúðan var 170 kíló slægð.
Þetta kemur fram á vef Guðmundar Gauta Sveinssonar á Siglufirði og telur hann að þetta sé stærsta lúða sem seld hafi verið á Fiskmarkað Siglufjarðar frá því að hann hóf þar störf 2007.