Af þeim 8,8 milljónum tonna af makríl sem mælingin á makrílstofninum gaf nú í sumar voru 17% eða tæplega ein og hálf milljón tonna á Íslandsmiðum. Í rannsóknunum í fyrrasumar mældist svipað magn við Ísland en þá var heildarmagnið 5,1 milljón tonna og hlutur Íslandsmiða því 30%.
Eins og fram hefur komið var rannsóknasvæðið núna rúmlega helmingi stærra en í fyrra en samt náðist ekki að komast yfir það allt og því telst makrílstofninn ennþá vanmetinn.
Um 45% af þeim makríl sem mældist í sumar var á norsku yfirráðasvæði (samanboriið við 40% í fyrra) og 17% mældust í færeyskri lögsögu (15% í fyrra).
Aðeins 3,7% makrílsins mældist í lögsögu ESB, en þess ber að gæta að ekki var farið yfir nema lítinn hluta ESB-lögsögunnar vegna þess að sambandið kaus að taka ekki þátt í þessum mælingum.
Þetta kemur fram í Fiskeribladet/Fiskaren í dag.