Skipum í breska fiskiskipaflotanum fækkaði um 17% á tíu ára tímabili frá 2001 til 2011. Á sama tíma fækkaði sjómönnum um 2.600 samkvæmt nýrri skýrslu um sjávarútveg í Bretlandi. Í skýrslunni segir einnig að dögum á sjó hjá skipum yfir tíu metrar á lengd hafi fækkað um 42% á sama tímabili.

Fram kemur m.a.  að breski fiskiskipaflotinn sé sá sjötti stærsti í Evrópu hvað varða fjölda skipa og með næstmestu veiðigetuna. Um 6.440 fiskiskip eru skráð í Bretlandi, samtals  202 þúsund brúttótonn að stærð.

22% breska fiskiskipaflotans eru yfir tíu metrar á lengd. Fjöldi sjómanna í fullu starfi er sagður vera ríflega 12.400 en 2.400 stunda sjó sem hlutastarf.