Nú liggja fyrir tölur á vef Verðlagsstofu skiptaverðs um verðlagningu á fiski sem seldur var til fiskvinnslu hérlendis á árinu 2015, annars vegar á íslensku fiskmörkuðunum og hins vegar í beinum viðskiptum. Í Fiskifréttum í dag kemur fram að meðalverð á þorski var 27% hærra á fiskmörkuðunum en í beinum viðskiptum, á ýsu 21% hærra, á ufsa 38% hærra og á gullkarfa 17% hærra. Verðið miðast við slægðan fisk nema karfa sem seldur er óslægður.
Munur á meðalverði þorsks og ýsu eftir ráðstöfun aflans minnkaði nokkuð milli ára en munurinn jókst lítillega í ufsa og karfa.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.