Höfum við efni á að láta detta niður ónotað 1.671 tonn af veiðiheimildum í þorski og 454 tonn af steinbít? spyr Björn Jónsson sérfræðingur hjá LÍÚ í greinargerð sem hann hefur tekið saman og birt er á vef samtakanna.
Máli sínu til stuðnings bendir hann á að stór hluti úthlutunar vegna línuívilnunar í þorski og steinbít hafi dottið niður ónotuð á síðasta fiskveiðiári. Höfum við efni á því Íslendingar að 1,28% af þorskkvótanum og 3,63% af steinbítskvótanum sé ekki veiddur? spyr Björn.
Aflamark fyrir fiskveiðiárið 2007/2008 var skert um 3375 tonn af þorski og 894 tonn af steinbít vegna línuívilnunar.
Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofa 5. september fyrir fiskveiðiárið 2007/2008 kemur í ljós að töluvert magn af þessum heimildum hafa ekki verið notaðar. Þannig falla niður ónotaðar heimildir alls 1.671 tonn af þorski og 454 tonn af steinbít á fiskveiðiárinu 2007/2008.
Á fiskveiðiárinu þar áður 2006/2007 féllu niður alls ónotuð 920 tonn af þorski og 344 tonn af steinbít. Sjá nánar töflu um nýtingu línuívilnunarinnar á vef LÍÚ, - HÉR