Kleifaberg RE 70 kom til landsins í síðustu viku og landaði rúmlega 600 tonnum en uppistaða aflans var ufsi. Frá áramótum hefur Kleifabergið veitt fyrir yfir 1500 milljónir króna og hefur það aðeins einu sinni áður borið meiri verðmæti að landi á vertíð þ.e. frá áramótum og fram yfir miðjan maí.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur.

Árið sem vitnað er til var árið 2015 þegar útgerðin leigði mikinn þorskkvóta af Rússum sem skilaði sér í miklum afla og auknu heildarverðmæti, segir í tilkynningunni.

Verðmæti afla Kleifabergs RE 2012 -2019

Ártal Tekjur milljónum króna

2019 1.525

2018 1.194

2017 1.029

2016 1.375

2015 2.224

2014 1.169

2013 896

2012 1.259

Í tilefni af vel heppnaðri veiðiferð og góðri vertíð fagnaði útgerðin áhöfn Kleifabergsins og færði henni af gömlum og góðum sið girnilega tertu sem var vel fagnað, segir í niðurlagi tilkynningarinnar.