Um 1500 íbúar á Skála í Skálafirði í Færeyjum þurftu að rýma hús sín í nótt vegna eitraðs reyks sem leggur frá togaranum Aþenu, stærsta skipinu í færeyska togaraflotanuml, að því er RÚV greinir frá. Skipið brennur við bryggjuna á Högabóli. Mikill eldur kom upp í togaranum í gærkvöldi sem erfitt hefur reynst að slökkva. Skipið brennur nú stafna á milli.

Þrír menn voru um borð þegar eldurinn kviknaði. Þá sakaði ekki.   Miklar sprengingar hafa orðið. Lögregla og slökkviliðsmenn íhuga að reyna að koma togaranum frá bryggju. Sextán tonn af ammoníaki eru um borð í togaranum. Skólum og fyrirtækjum í bænum hefur verið lokuð í dag vegna reyksins. Aþena er verksmiðjutogari, smíðaður árið 1992. Tvívegis áður hefur kviknað í skipinu.

Vefur RÚV .