Samtök laxeldisfyrirtækja í heiminum (ISFA) hafa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að laxeldi skili um 14,8 milljörðum máltíða árlega. Greinin skapar rúmlega 120 þúsund störf í strandbyggðum víða um heim.
Laxeldisiðnaðurinn í heiminum veltir um 10 milljörðum dollara árlega (um 1.380 milljörðum ISK) og stuðlar að vexti í afleiddum greinum.
Talsmenn ISFA segja að laxeldi sé einn öflugasti próteinframleiðandi í heiminum.