Handfæraveiðar smábáta á makríl eru byrjaðar en aflinn er lítill. Bíldsey II SH hefur þó fengið rúmt tonn í tveimur róðrum. Þrír aðrir smábátar hafa landað fáeinum tonnum af makríl.
Mikill áhugi er fyrir því að veiða makríl á handfæri og sóttu hátt í þrjú hundruð bátar um leyfi í vor eins og fram er komið. Nú þegar hafa 145 bátar greitt fyrir veiðileyfi að því er fram kemur á vef Fiskistofu.