Norska ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þar er lagt til að hafrannsóknastofnunin norska fá 100 milljónir aukalega (um 1,4 milljarðar ISK), að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.
Þessi fjárveiting skiptist þannig að 75 milljónum verður varið til smíða á nýju rannsóknaskipi sem notað verður við ströndina. Þá er lagt til að 25 milljónum króna verði varið til viðhalds á eldri rannsóknaskipum. Þess má geta að í ár fékk hafrannsóknastofnunin 100 milljóna fjárveitingu til viðhalds og endurbóta á rannsóknaskipum.