Verð fyrir síld frá fiskiskipum er afar hátt í Noregi um þessar mundir og hefur farið yfir 5 krónur kílóið eða jafnvirði 100 íslenskra króna á uppboðum Norska síldarsamlagsins. Nótaskipið Brennholm naut góðs af því fyrir skemmstu þegar það kom til hafnar í Tromsö með 1.350 tonna farm sem lagði sig á 6,75 milljónir norskra króna eða jafnvirði 135 milljóna íslenskra, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi.

Þetta var annar síldartúr útgerðarinnar á þessu ári en í fyrri ferðinni fengust 4 NOK fyrir kílóið. Einnig fór skipið einn túr til Íslandsmið í mánuðinum til þess að veiða loðnu.