Grænlenska landsstjórnin hefur undirritað samkomulag við Evrópusambandið um nýjan fiskveiðisamning til næstu fimm ára. Samkvæmt honum greiðir ESB Grænlendingum jafnvirði 12,7 milljarða króna á tímabilinu 2016-2020. Það jafngildir 2,5 milljörðum króna á hverju ári.
Greiðslan er fyrir afnot af veiðikvótum við Grænland og rennur að hluta til þess að styrkja grænlenskan sjávarútveg.