Kristina EA-410, uppsjávarveiðiskip Samherja hf., skilaði um 1,3 milljörðum króna í aflaverðmæti í sumar og haust, að því er Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, sagði í samtali við Fiskifréttir.
Kristina hefur verið við veiðar við Afríku síðastliðin þrjú ár en kom nú heim og veiddi á Íslandsmiðum í rétt rúma þrjá mánuði. Afli skipsins varð rúm 13 þúsund tonn á tímabilinu, þar af um 7.700 tonn af norsk-íslenskri síld og um 4 þúsund tonn af makríl.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.