Á síðustu tíu árum hafa 129 manns látist af slysförum um borð í norskum skipum. Siglingamálastofnun Noregs undirbýr nú sérstakt átak til að tryggja öryggi á sjó. Árið 2015 verður helgað þessu átaki.

Á árinu 2013 voru skráð 286 vinnuslys um borð í norskum skipum, þar af voru átta dauðsföll. Það sem af er þessu ári hafa átta manns látist af slysförum, jafnmargir og allt árið í fyrra. Á árabilinu 2004 til 2013 voru dauðaslysin 13 á ári að meðaltali.

Sjá skýrslu um slys og slysavarnarátak um borð í norskum skipum.