Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru 103 bátar búnir að fá heimild til að hefja grásleppuveiðar í gær 19. mars.  Á dag bætist svo 21 bátur við á D-svæðinu, frá Horni að Skagatá, en nú er er heimilt að hefja þar veiðar.

Athygli er vakin á þessu á vef Landssambands smábátaeigenda.