Haldin voru 16 stangaveiðimót í ár samkvæmt upplýsingum Fiskistofu og eru þá bæði talin innanfélagsmót og  mót milli sjóstangaveiðifélaga. Afli sem veiddist á mótunum var rúmlega 123 tonn.

Samkvæmt lögum er ráðherra heimilt að ákveða árlega að á tilteknum fjölda opinberra sjóstangaveiðimóta teljist afli ekki til aflamarks eða krókaaflamarks. Afla þessara móta er ekki heimilt að fénýta til annars en að standa straum af kostnaði við mótshaldið. Fiskistofa fær upplýsingar um þau mót sem heimilt er að halda undir þessum formerkjum og safnar og skráir upplýsingar um afla þeirra. Frá þessu er greint á vef stofnunarinnar.