Heildarafli íslenska flotans í lok þriðja ársfjórðungs fiskveiðiársins, frá 1. september sl. til loka maí, var 1.180 þúsund tonn. Til samanburðar var aflinn á sama tíma í fyrra 858 þúsund tonn. Aukning í heildarafla nemur samkvæmt því um 37,5%. Munurinn liggur einkum í um 306 þúsund tonna aukningu á uppsjávarafla.

Botnfiskaflinn er um 22 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra eða tæp 362 þúsund tonn samanborið við 345 þúsund tonn á fyrra ári. Aflaaukningin í botnfiski er um 4,9%. Afli í innfjarðarrækju var kominn í 1.270 tonn í lok maí samanborið við 340 tonn á fyrra ári. Á móti kemur samdráttur í veiðum á úthafsrækju um 1.550 tonn frá sama tíma í fyrra.

Sjá nánar á vef Fiskistofu.