Alls höfðu í gær 116 langreyðar verið veiddar síðan hvalveiðitímabilið hófst 15. júní síðastliðinn. Fjögur dýr voru dregin að landi í Hvalstöðinni í Hvalfirði í gær. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Þar segir ennfremur að leyfi sé fyrir veiðum á 154 langreyðum á þriggja mánaða tímabili, sem ljúki á mánudaginn. Veiðarnar hafa farið fram fyrir austan Surtsey en þar hefur ekki verið veitt undanfarin ár.

Um 150 manns sinna störfum sem tengjast veiðunum. Níutíu eru í vinnslunni í Hvalfirði, auk hvalveiðimanna og þeirra sem starfa á Akranesi og í Hafnarfirði.