Skip þeirra átta útgerða sem skiluðu mestu aflaverðmæti á  liðnu ári veiddu fyrir samtals liðlega 64 milljarða króna. Það er rúmlega 14% samdráttur milli ára eða 10,6 milljörðum minna en árið á undan. Mismunurinn stafar fyrst og fremst af styrkingu íslensku krónunnar, minni uppsjávarafla, einkum loðnu, og verðlækkunum í kjölfar lokunar Rússlandsmarkaðar.

Þetta kemur fram í samantekt Fiskifrétta sem byggð er á upplýsingum sem blaðið aflaði sér hjá viðkomandi útgerðum. Aflaverðmæti skipa HB Granda var mest eða rétt tæpir 14 milljarðar króna, skip Samherja fiskuðu fyrir 12,2 milljarða, skip Síldarvinnslunnar fyrir 9,4 milljarða, skip Brims fyrir 8,4 milljarða og aflaverðmæti skipa Þorbjarnar var 6,1 milljarður króna.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.