Alls lönduðu 106 bátar afla af strandveiðum fyrsta daginn á Vestfjörðum, sem var á þriðjudaginn. Afli þeirra var samanlagt 83,5 tonn. Flestir bátar eða 30 lönduðu í Bolungavík og voru þeir með 23,4 tonn. Á Patreksfirði lönduðu 27 bátar samtals 22,4 tonnum. Voru þetta langaflahæstu hafnirnar á Vestfjörðum þennan daginn. Frá þessu er sagt á www.bb.is.
Á Suðureyri lönduðu 14 bátar 11,2 tonnum. Á Tálknafirði voru 10 bátar á strandveiðunum með 9,4 tonn. Einnig lönduðu 10 bátar í Norðurfirði samtals 7,4 tonnum. Sex bátar lönduðu á Þingeyri samtals 3,4 tonnum, þrír bátar á Flateyri 1,8 tonni, fimm bátar á Hólmavík lönduðu 3,8 tonnum og einn bátur á Drangsnesi 0,7 tonn.
Alla bárust 147 tonn að landi af 174 strandveiðibátum á svæði A. Á landinu öllu lönduðu 326 bátar 268 tonnum.
Afli báta á Vestfjörðum 2. maí var því um 57% af heildarafla á svæði A og um 31% af aflanum á landinu öllu.