Alls greiddu sjávarútvegsfyrirtæki um 10,2 milljarða króna í veiðigjald á árinu 2023, að því er fram kemur í Radarnum, vefútgáfu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Heildarfjárhæð veiðigjaldsins á árinu 2023 var skv. Radarnum um 30% hærri en árið á undan, en þá nam hún um 7,9 milljörðum króna. Vitnað er til talna sem Fiskistofa birti nú í vikunni.
„Að vanda skila þorskveiðar hæstri fjárhæðinni í veiðigjald fyrir árið 2023, eða sem nemur um 4.022 milljónum króna. Það er þó aðeins lægri fjárhæð en veiðar á þorski skiluðu á árinu 2022, en þá nam hún 4.126 milljónum króna. Þennan mun má alfarið rekja til samdráttar í þorskafla, enda var sú upphæð sem fyrirtækin þurftu að greiða fyrir hvert kíló af þorski í veiðigjald hærri á árinu 2023 en árið á undan,“ segir í Radarnum.
Lesa má umfjöllun Radarsins hér.