Nokkurrar svartsýni gætir um það að unnt verði að veiða þann 390.000 tonna loðnukvóta sem íslenskum skipum hefur verið úthlutað á þessari vertíð. Samkvæmt löndunartölum Fiskistofu í gær voru 123.000 tonn þá óveidd, en þar sem jafnan líður nokkur tími þar til veiddur afli skilar sér á skýrslur er talið líklegt að óveiddur kvóti sé í raun í kringum 100.000 tonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Þar við bætist um 15.000 tonna kvóti sem ríkið tók í pottana svokölluðu og er óseldur hjá Fiskistofu.
Þótt veðurútlit sé slæmt næstu daga er ekki útilokað að það rofi til og allur kvótinn náist áður en yfir lýkur. Það er ekki öll nótt úti enn.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.