Eftir tveggja klukkutíma baráttu tókst tveimur áströlskum stangveiðimönnum að landa risastórum fiski af vartaraætt í Hervey Bay, Queensland. Reyndist fiskurinn vera um 100 kílóa þungur.
Um 100 manns fylgdust með atganginum. Fiskurinn náðist á land um kílómetra frá þeim stað sem hann beit á. Veiðimennirnir sögðust aðallega veiða stóran makríl og túnfisk en þetta hefði verið toppurinn í þeirra veiðiskap.
Þeir slepptu síðan fiskinum við mikinn fögnuð áhorfenda.
Sjá nánar HÉR .