,,Útvegsbændafélag Vestmannaeyja (ÚV) áætlar að um 80 störf við sjávarútveg í Vestmannaeyjum hafi eða muni glatast við ákvarðanir stjórnvalda í fiskveiðistjórnunarmálum. Til viðbótar er áætlað að um 100 afleidd störf tapist. Núverandi stjórnvöld hafa með breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu valdið því að 100 fjölskyldur í Vestmannaeyjum hafa eða munu glata lífsviðurværinu og það telst meiriháttar högg af mannavöldum fyrir þetta samfélag,“ segir í ályktun félagsins.
Útvegsbændur í Vestmannaeyjum eru á einu máli um að lögfesting þessara boðuðu breytinga muni leiða til fjöldagjaldþrota í greininni, skaða sjávarútveginn stórlega og varanlega og veita þar með sjávarbyggðum landsins og atvinnulífi landsmanna þung högg.
„Höfuðborgarsvæðið naut góðs af hagvextinum fyrir fall bankanna. Þess hagvaxtar gætti hins vegar ekki á landsbyggðinni. Nú þegar horfir til betri vegar á landsbyggðinni vilja ráðamenn landsins gera hagvöxtinn þar upptækan,“ segir í ályktun ÚV.
Sjá ályktunina í heild HÉR