Heildarafli íslenskra fiskiskipa varð tvöfalt meiri í mars síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Alls veiddust 192 þúsund tonn samanborið við áður. Munar þar helst um aukinn loðnuafla, en 128 þúsund tonn veiddust af loðnu í mars samanborið við 36 þúsund tonn í mars 2014. Botnfiskafli jókst um 3 þúsund tonn í marsmánuði eða um 6,5% miðað við sama mánuð 2014.
Aflinn í mars, metinn á föstu verði, var 32,9% meiri en í marsmánuði 2014. Á síðustu 12 mánuðum hefur aflinn minnkað um 2,6%, sé hann metinn á föstu verði.
Sjá nánar á vef Hagstofunnar.