Tíu norsk loðnuveiðiskip voru komin til sumarveiða á loðnu norðvestur af Íslandi í lögsögu Grænlands síðastliðinn mánudag og þeim fer fjölgandi, eftir því sem Árni Sigurbjörnsson varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar segir. Engar upplýsingar hafa hins vegar borist um aflabrögð en svo virðist sem norskir útvegsmenn leggi mikla áherslu á að ná þeim loðnukvóta sem þeim er ætlaður.
Útgerðir um 20 skipa hafa þegar tilkynnt að þær hyggist halda til veiða.