Hagstofan hefur birt upplýsingar um aflaverðmæti í aprílmánuði síðastliðnum og nam það 10 milljörðum króna sem er 8,8% minna en í apríl 2014. Verðmæti þorsks var mest eða um 3,8 milljarðar króna sem er 7,2% samdráttur miðað við apríl í fyrra. Verðmæti kolmunna var 36% minna en í sama mánuði í fyrra.
Á tólf mánaða tímabili frá maí 2014 til apríl 2015 jókst aflaverðmæti um 7% miðað við sama tímabil ári áður. Verðmæti uppsjávarafla jókst um 26% milli tímabilanna, og munar þar mest um loðnu og kolmunna. Einnig jókst verðmæti þorsks um 14%.
Sjá nánar á vef Hagstofunnar.