Teitur Gylfason sölustjóri uppsjávarfisks hjá Iceland Seafood áætlar að tap íslensks sjávarútvegs vegna innflutningsbanns Rússa hafi á fyrsta heila ári bannsins numið samtals 10 milljörðum króna, en bannið var sett í ágúst fyrra.

Þetta kom fram í erindi hans á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu í gær. Helminginn af þessari upphæð má  rekja til makríls en bannið leiddi bæði til verðlækkunar á þessari vöru og eins til þess að minna var fryst til manneldis og meira fór í bræðslu.

Teitur áætlar að tap útflutningstekna loðnuarfurða vegna lokunar Rússlandsmarkaðar hafi numið  3 milljörðum, króna og tap vegna verð verðlækkunar á sjófrstum karfa hafi numið 1,5 milljörðum. króna. Loks hafi tap vegna gulllax numið 150 milljónum.