Eins og víðar eiga ungir sjómenn í Noregi í erfiðleikum með að komast inn í greinina. Þar í landi eru 10 manns hjálpað til þess að hefja sinn útgerðarferil með árlegu kvótahappdrætti.
Að vinna í happdrættinu getur gert gæfumuninn.
„Þetta er risatækifæri sem býðst til að hefja útgerð og það án þess að ég þurfi að borga krónu fyrir það. Þetta er hreinn lottóvinningur. Ef ég hefði þurft að kaupa þorskkvóta sem hentar mínum bát hefði ég þurft að reiða af hendi á bilinu 535-625.000 kr. (10 til 11,5 milljónir ÍSK),“ segir Kim-Are Botolfsen í samtali við Lofotposten.
Skilyrði fyrir þáttöku í happdrættinu er að vera undir 30 ára, eiga bát og hafa veitt fyrir að minnsta kosti 178.000 NOK á happdrættisárinu.