Um 9 milljónir tonna af sjávarfangi eru nú vottuð árlega samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar fiskveiðar. Þetta er um 10% af veiðum á villtum fiski í heiminum og um 46% af öllum hvítfiski.

Þetta kemur fram í ársskýrslu MSC. Samtökin fagna nú 15 ára afmæli vottunarinnar. Um 17 þúsund verslanir og veitingahús  selja vottaðan fisk með merki MSC. Áætlað er að neytendur verji 4,5 milljörðum dollara á ári (um 560 milljarðar ISK) í vottaðar sjávarafurðir.