Byggðastofnun er að ganga frá úthlutun á 300 tonna byggðakvóta sem ætlaður er Drangsnesi í Kaldrananeshreppi á Ströndum.

Sveitarstjórn Kaldranahrepps hefur samþykkt ráðstöfun kvótans en óskar hins vegar eftir því að veittur verði meiri afli til Drangsnes „til að styðja við þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað og rjúfa þá stöðnun sem atvinnulífið er í á svæðinu,“ eins og segir í bókun sveitarstjórnarinnar.

Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps, segir ljóst að „smáskammtalausnir“ gangi ekki. „Það þarf öflugri stuðning, þótt tímabundinn sé, til að byggja almennilega á og koma einhverju af stað af fullum þunga,“ segir hann.

Sveitarstjórnin samþykkti líka að sækja um það til Byggðastofnunar að fá að komast í hóp svæða sem skilgreind eru sem Brothættar byggðir.

„Þó að staða okkar hafi kannski verið þokkalega sterk á pappír hingað til þá sjáum við á aldurspýramídanum að þær breytingar sem eru að eiga sér stað á bókhaldslyklum sveitarfélagsins eru vegna árganganna sem eru núna að detta á ellilífeyri,“ segir Finnur.

Tekjurnar falla hratt

Tekjufallið fyrir sveitarfélagið vegna þessa segir Finnur þegar merkjanlegt. „Og þetta gerist hratt núna á næstu árum og það verður gríðarlegur viðsnúningur hjá sveitarfélaginu. Við viljum reyna að grípa inn í áður en ástandið fer úr böndunum og erfitt að snúa við og vera með fyrirbyggjandi aðgerðir á meðan við höfum einhvern slagkraft til að spyrna við fótum,“ segir sveitarstjórinn.

Brothættar byggðir ganga út  á að ríkið veiti sveitarfélögum og svæðum í verkefninu meiri almennan stuðning en öðrum.

„Það sem við horfum á eru tækifæri sem eru fólgin í því að það sé ráðinn starfsmaður sem vinnur að hagsmunum sveitarfélagsins,“ segir Finnur. Fjármunir verði settir í að koma einhverju nýju af stað.

Möguleg opnun

„Það má færa rök fyrir því að Brothættar byggðir sé ein af forsendum þess að sértækur kvóti fór til Hólmavíkur. Þar reri starfsmaðurinn sem var að vinna á vegum verkefnisins öllum árum að því að draga sértækan byggðakvóta til Hólmavíkur í kjölfarið á lokum Hólmadrangs,“ bendir Finnur á í þessu samhengi. „Guð hjálpi Hólmavík og Ströndum öllum hefði ekki komið til þessa stuðnings,“ bætir hann við.

Ný svæði komast að sögn Finns ekki inn í Brothættar byggðir nema önnur detti út. Þar sé nú möguleg opnun fyrir Kaldrananeshrepp – sem reyndar hafi áður verið synjað um að verða hluti af verkefninu með þeim rökum að staðan þar væri og góð.

„Bæði Árneshreppur og Hólmavík eru í raun að ljúka verkefnunum sínum og við ákváðum því að gá hvort við eigum erindi þarna inn,“ segir Finnur.

Ekki allt ómögulegt

Það er alls ekki víst að tekið verði jákvætt í ósk Kaldrananeshrepps tekur Finnur fram – enda staðan ekki alslæm í hreppnum þótt breytingar séu í kortunum vegna hækkandi aldurs íbúanna.

„Við erum með Fiskvinnsluna Drang og Útgerðarfélagið Skúla sem eru samfélagseignarfyrirtæki í eigu sveitarfélagsins, íbúa og fleiri aðila. Síðan eru líka einkaútgerðir eins og Grímseyjarútgerðin ST2. Drangur er að vinna þennan afla. Þetta er ekki allt ómögulegt.“

Byggðastofnun er að ganga frá úthlutun á 300 tonna byggðakvóta sem ætlaður er Drangsnesi í Kaldrananeshreppi á Ströndum.

Sveitarstjórn Kaldranahrepps hefur samþykkt ráðstöfun kvótans en óskar hins vegar eftir því að veittur verði meiri afli til Drangsnes „til að styðja við þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað og rjúfa þá stöðnun sem atvinnulífið er í á svæðinu,“ eins og segir í bókun sveitarstjórnarinnar.

Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps, segir ljóst að „smáskammtalausnir“ gangi ekki. „Það þarf öflugri stuðning, þótt tímabundinn sé, til að byggja almennilega á og koma einhverju af stað af fullum þunga,“ segir hann.

Sveitarstjórnin samþykkti líka að sækja um það til Byggðastofnunar að fá að komast í hóp svæða sem skilgreind eru sem Brothættar byggðir.

„Þó að staða okkar hafi kannski verið þokkalega sterk á pappír hingað til þá sjáum við á aldurspýramídanum að þær breytingar sem eru að eiga sér stað á bókhaldslyklum sveitarfélagsins eru vegna árganganna sem eru núna að detta á ellilífeyri,“ segir Finnur.

Tekjurnar falla hratt

Tekjufallið fyrir sveitarfélagið vegna þessa segir Finnur þegar merkjanlegt. „Og þetta gerist hratt núna á næstu árum og það verður gríðarlegur viðsnúningur hjá sveitarfélaginu. Við viljum reyna að grípa inn í áður en ástandið fer úr böndunum og erfitt að snúa við og vera með fyrirbyggjandi aðgerðir á meðan við höfum einhvern slagkraft til að spyrna við fótum,“ segir sveitarstjórinn.

Brothættar byggðir ganga út  á að ríkið veiti sveitarfélögum og svæðum í verkefninu meiri almennan stuðning en öðrum.

„Það sem við horfum á eru tækifæri sem eru fólgin í því að það sé ráðinn starfsmaður sem vinnur að hagsmunum sveitarfélagsins,“ segir Finnur. Fjármunir verði settir í að koma einhverju nýju af stað.

Möguleg opnun

„Það má færa rök fyrir því að Brothættar byggðir sé ein af forsendum þess að sértækur kvóti fór til Hólmavíkur. Þar reri starfsmaðurinn sem var að vinna á vegum verkefnisins öllum árum að því að draga sértækan byggðakvóta til Hólmavíkur í kjölfarið á lokum Hólmadrangs,“ bendir Finnur á í þessu samhengi. „Guð hjálpi Hólmavík og Ströndum öllum hefði ekki komið til þessa stuðnings,“ bætir hann við.

Ný svæði komast að sögn Finns ekki inn í Brothættar byggðir nema önnur detti út. Þar sé nú möguleg opnun fyrir Kaldrananeshrepp – sem reyndar hafi áður verið synjað um að verða hluti af verkefninu með þeim rökum að staðan þar væri og góð.

„Bæði Árneshreppur og Hólmavík eru í raun að ljúka verkefnunum sínum og við ákváðum því að gá hvort við eigum erindi þarna inn,“ segir Finnur.

Ekki allt ómögulegt

Það er alls ekki víst að tekið verði jákvætt í ósk Kaldrananeshrepps tekur Finnur fram – enda staðan ekki alslæm í hreppnum þótt breytingar séu í kortunum vegna hækkandi aldurs íbúanna.

„Við erum með Fiskvinnsluna Drang og Útgerðarfélagið Skúla sem eru samfélagseignarfyrirtæki í eigu sveitarfélagsins, íbúa og fleiri aðila. Síðan eru líka einkaútgerðir eins og Grímseyjarútgerðin ST2. Drangur er að vinna þennan afla. Þetta er ekki allt ómögulegt.“