Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE héldu til veiða aðfaranótt mánudags. Vestmannaey fór út á milli jóla og nýárs og landaði fullfermi 29. desember eftir tvo sólarhringa á veiðum. Aflinn var mest ýsa, þorskur og ufsi. Skipstjóri var Egill Guðni Guðnason.

Gullver NS hélt til veiða í gær en hann fór einnig út á milli jóla og nýárs og kom að landi 30. desember með um 50 tonn. Aflinn var aðallega þorskur. Skipstjóri var Hjálmar Ólafur Bjarnason.